Inside Out útivistarþjálfun

Inside Out er alþjóðlegt samstarfsverkefni Tækifærisins um útivistarþjálfun ungra innflytjenda. Innflytjendur og ráðgjafar þeirra frá Þýskalandi, Írlandi og Íslandi hafa verið í þjálfun hér á landi síðan 23. - 30. apríl. Þetta hefur verið alveg meiriháttar, veðrið dásamlegt og stemningin einstök.

Fengum alþjóðlegan útivistargúru, Gerrit Onstein og íslenkan útivistarkennara Ingu Ævarsdóttur. Þá kom til okkar á netspjall okkar nýji doktor í útivistarfræðum Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson. Við Hrönn systir tókum að okkur eldamennsku á Úlfljótsvatni og fengum einu sinni sundfrí á meðan fólk grillaði á eldi sem kveiktur var án hefðbundinna eldfæra. Já ég veit ekki hvað á að segja annað en takk #Erasmusplus og #Rannís fyrir að hafa trú á verkefninu. Því er ekki lokið þar sem við munum í haust kynna afrakstur vinnunnar, en áður en til útivistarinnar kom gerðum við skoðananakönnum í löndunum þremur, tókum ítarleg viðtöl við sérfræðinga og ræddum málið í við markhópinn í rýnihópum.

Já þetta er alvöru og núna finnst mér að hver stund í öllum undirbúninginum og skriffinnkan hafi verið þess virði. Ég á bara eitt stórt 😉 enda hjálpaði til að hafa einn jákvæðan heavy metal búálf (sjáið mynd) og alla hina skemmtilegu karekteranna.

Previous
Previous

Heildareinkun 4,9 af 5 mögulegum